Kóraskóli er símalaus skóli. Það á við um kennslustundir og frímínútur, hvort sem er í skólahúsnæði eða skólalóð, íþróttahúsi HK og Hörðuvallaskóla.
Nemendur eru hvattir til að skilja símtæki eftir heima. Þeir sem ekki fara heim eftir skóla og þurfa að hafa símtæki með í skólann eru beðnir um að hafa það í tösku á hljóðlausri stillingu.
Í einstaka þemaverkefnum eða undirbúningi árshátíðar o.s.frv. geta kennarar veitt leyfi fyrir símanotkun. Við þau tækifæri er mikilvægt að muna að við tökum hvorki myndir né myndskeið af starfsfólki og nemendum án leyfis.
- Ef símareglur eru brotnar fær nemandinn áminningu frá starfsmanni og tækifæri til að ganga frá símanum í tösku eða læstum skáp á hljóðlausri stillingu. Atvik er skráð í Mentor.
- Ef brot er endurtekið fær nemandinn val um tvennt, að afhenda símann starfsmanni eða fara með hann til skólastjórnanda þar sem síminn er geymdur fram að lokum skóladags. Atvik er skráð í Mentor og fær nemandinn þar 1 punkt.
- Ef nemandi brýtur símareglu ítrekað er fundað með foreldri og nemanda þegar 4 punktum er náð í Mentor. Lausn er fundinn t.d. að skilja símann eftir heima. Fundargerð er skráð og undirrituð.
Neiti nemandi að afhenda starfsmanni eða stjórnanda símann er hringt í foreldri og það beðið um að koma í skólann og sækja símann.
