Skólinn

Um Kóraskóla

Kóraskóli er nýr skóli við Vallakór í Kópavogi sem tók til starfa haustið 2023. Í skólanum eru um 280 nemendur í 8. – 10. bekk og um 40 starfsmenn. Skólinn var áður unglingastig Hörðuvallaskóla sem hefur nú verið skipt upp í tvo sjálfstæða skóla. Í skólanum er lögð áhersla á skapandi og framsækið skólastarf og eru allir nemendur skólans með spjaldtölvur. Í námi og kennslu er rík áhersla lögð á einstaklingsmiðun náms, fjölbreytta kennsluhætti, leiðsagnarnám, verkefnamiðað nám, samþætt þemanám, teymiskennslu og samkennslu.

EInkunnarorð Kóraskóla eru Ábyrgð – Virðing – Heilsa

Við erum leiðsagnarskóli og leggjum áherslu á ábyrgð og vinnusemi. Við viljum að nemendur beri virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum með því að leggja sig fram og gera eins vel og þau geta.

Við viljum styrkja tengsl okkar við nágranna okkar í HK og saman vinnum við að því að auka hreysti og hamingju nemenda okkar með fjölbreyttum hætti.

Við leggjum áherslu á samvinnu, fjölbreyttar kennsluaðferðir, samþættingu námsgreina og nemendalýðræði. Við erum ólík en saman getum við verið sterk og haft jákvæð áhrif hvert á annað.