Reglur um skólasókn

Lögum samkvæmt eru foreldrar ábyrgir fyrir því að börn þeirra sæki skóla. Kennarar og ritari skrá skólasókn í mentor og þar geta nemendur, foreldrar og kennarar fylgst með ástundun. Nemendum ber að mæta í allar kennslustundir og eiga frá upphafi skólagöngu að temja sér stundvísi. Veikindi skal tilkynna á mentor.  Umsjónarkennari gefur leyfi sem nemur einum skóladegi en lengra leyfi þarf að sækja um á heimsíðu skólans hér . Leyfisbeiðnir eiga alltaf að berast með fyrirvara, þ.e. ekki er hægt að óska eftir leyfi eftir á.

Ófullnægjandi skólasókn