NÝJUSTU FRÉTTIR
Styrktarleikar dagur fyrir Tómas Frey HK hetjunnar.
Sunnudaginn 12 janúar ætla drengir í 4 flokk karla (2011) í HK með stuðningi frá Víkingum til að halda styrktar leikar dag til stuðnings vinar sínum Tómasi Frey sem greindist með krabbamein í október. Við hvetjum alla til að mæta og sjá […]
Vefkaffi sálfræðings 14. janúar 12:10 – 12:50
Dr. Erlendur Egilsson sálfræðingur Kóraskóla býður foreldrum upp á fjarfræðslu þriðjudaginn 12:10 – 12:50. Þar ætlar hann að fjalla um greiningar og meðferð við geð- og þroskavanda barna og unglinga. Hvað þýða allar þessar greiningar, hvernig eru þær gerðar og til […]
Gleðilegt nýtt ár!
Þá er skólastarf hafið að nýju eftir jólafrí. Dásamlega bjart yfir öllu í þessum yndislega snjó. Þannig óskum við að árið allt verði, bjart og fagurt og fullt af nýjum tækifærum. Starfsfólk Kóraskóla óskar öllum nemendum skólans og forsjáraðilum þeirra gleði […]
Gleðileg jól!
Starfsfólk Kóraskóla óskar nemendum og forsjáraðilum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum samstarfið á liðnu ári. Skrifstofa skólans opnar aftur eftir jólafrí 2. janúar en skólastarf hefst samkvæmt stundaskrá föstudaginn 3. janúar .
Verkefnaskil
Í dag sýndu nemendur í 10. árgangi afrakstur hönnunar- og byggingarvinnu á piparkökuhúsunum sínum. Þeir buðu foreldrum að koma og berja dýrðina augum og var gaman að sjá hversu margir höfðu tök á að koma. Þarna voru sýndar margar áhugaverðar útfærslur […]
Allir fá sinn jólasokk
Nemendum í 8. árgangi fannst tilvalið að skreyta einn vegg í stofunni sinni með heljarinnar arineldi, sem þeir teiknuðu og lituðu. Á arinninn gat hengdi síðan hver nemandi jólasokkinn sinn en það er víða hefð að hengja upp jólasokk í stað […]
Hvað gerir eiginlega askasleikir?
Jólasveinunum finnst kominn tími til að uppfæra flotann sinn og fjölga dögunum, sem börn fá í skóinn. Þannig hefst lýsing á verkefni sem nemendur í 9. árgangi fengu í hendurnar. Þeim er ætlað að búa til nútíma jólasvein enda margir þeirra […]
Hönnuðurinn
Nemendur í 9. árgangi spreyta sig þessa dagana í hönnunar vinnu. Þar sameinast útsjónarsemi, rökhugsun og listræn útfærsla. Þeim er ætlað að gera grunnteikningu að íbúð og innrétta hana en fá til þess nákvæm fyrirmæli eins og að velja mælikvarða, velja […]
Hugsandi kennslustofa
Nú stendur yfir innleiðing á nýrri aðferð í stærðfræðikennslu sem hefur kallast hugsandi kennslustofa (e. thinking classroom). Hugsandi kennslustofa gengur út á að: Nemendur fá krefjandi verkefni sem ekki er hægt að leysa án þess að hugsa, rökræða, rannsaka og prófa […]