NÝJUSTU FRÉTTIR

Sumardagurinn fyrsti á morgun 24. apríl
Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, fögnum við Sumardeginum fyrsta – fyrsta degi sumars samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, þá er frídagur og enginn skóli. Þessi dagur markar tímamót á árinu og hefur lengi verið haldinn hátíðlegur um land allt, ekki síst meðal […]

Í framhaldi af skólaþingi
Nemendur Kóraskóla lögðu fram ýmsar óskir á skólaþinginu sem haldið var í febrúar. Ein óskin fólst í því að nemendur fengju að hafa meira um það að segja hvað væri í hádegismatinn í skólanum. Andrea matráðurinn okkar var sko aldeilis til […]

Skóladagatal 2025 – 2026
Skóladagatal næsta skólaárs liggur nú fyrir og er birt hér með á heimasíðunni. Skóladagatal 2025 – 2026

Árshátíð
Árshátíð Kúlunnar og Kóraskóla verður haldin í næstu viku og hafa forsjáraðilar fengið póst með frekari upplýsingum. Árshátíðin er hátíðleg samkoma og hefur nemendaráð skólans unnið að undirbúningi hennar auk nemenda 10. bekkjar sem undirbúa skemmtiaðtriði. Þemað á árshátíðinni er Red […]

Barnaþing í Kópavogi 19. mars
Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi miðvikudaginn. Björg Ýr námsráðgjafi fylgdi þrem nemendum úr Kóraskóla á þingið, en hvert þeirra var fulltrúi eins árgangs. Hver skóli sendi þrjá til fjóra fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þar sem […]

Skyndihjálp
Í dag fengu nemendur að spreyta sig í hjartahnoði en það er liður í námi í skyndihjálp sem skólahjúkrunarfræðingarnir Svava og Rakel standa fyrir. Nemendur lögðu sig fram um að hnoða nægu lofti í dúkkurnar til að lífga þær við.

Öskudagsgleði
Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Kóraskóla líkt og annarsstaðar. Nemendur völdu sér fjölbreyttar smiðjur til að starfa í þann dag. Þar var dansað, föndrað, att kappi með fjölbreyttum hætti og fleira og fleira. Svo var að sjálfsögðu boðið upp á pizzu […]

Framhaldsskólakynning
Björg Ýr Grétarsdóttir námsráðgjafi Kóraskóla kynni framhaldsskólana fyrir nemendum 10. bekkjar í dag. Nemendur standa nú frammi fyrir því að velja sér skóla og þurfa því að ígrunda vel þá miklu möguleika sem felast í fjölbreyttu úrvali framhaldsskólanna.

Nemendaþing
Í dag fór fram nemendaþing Kóraskóla. Þingið er liður í undirbúningi fyrir árlegt barnaþing grunnskólanna í Kópavogi sem haldið verður 19. mars nk. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og sem slíkt leitar það leiða til að auka lýðræði meðal grunnskólabarna í Kópavogi. […]