Námsmat

Unnið er eftir námsmati í samræmi við aðalnámskrá grunnskóla 2011. Á öllum stigum er gefið eftir hæfniviðmiðum skólanámskrár. Nemendur fá einkunnir í bókstöfum A – B+ – B  – C+ – C – D. Kennarar birta nemendum og foreldrum námsmat (einkunnir og/eða umsagnir fyrir verkefni) jafnóðum á InfoMentor svo hægt er að fylgjast með frammistöðu og framvindu jafnóðum.

Í 10. bekk er gefin lokaeinkunn í hverri námsgrein eftir matsviðmiðum aðalnámskrár að vori.