Útskriftarferð 10. bekkjar

Þegar loks koma að útskriftarferð 10. bekkjar sem nemendur höfðu beðið með eftirvæntingu lét vetur konungur sjá sig með tilheyrandi snjókomu, roki og appelsínugulum viðvörunum og þá voru góð ráð dýr. Með samstilltu átaki starfsfólks og foreldra tók u.þ.b. 12 klukkustundir að skipuleggja nýtt ferðaplan frá A-Ö. Slíkt er alls ekki sjálfgefið og gerist ekki nema allir gangi í takt og séu tilbúnir til að leggja sitt af mörkum. Það er ómetanlegt fyrir hvert skólasamfélag að búa að slíkri samvinnu. Takk foreldrar fyrir það.

Posted in Fréttaflokkur.