Skólareglur

Við berum virðingu fyrir hvert öðru og beitum ekki ofbeldi

  • Allir eiga rétt á vinnufriði.
  • Við förum eftir fyrirmælum starfsfólks.
  • Við sýnum ávallt virðingu, tillitsemi og kurteisi í samskiptum við aðra.
  • Við beitum ekki ofbeldi af neinu tagi.
  • Hlutir sem geta valdið skaða á alvarlegan hátt eru óheimilir í skólanum.
  • Við berum virðingu fyrir eigum okkar, skólans og annarra.
  • Við förum eftir símareglum skólans.
  • Við förum eftir iPad reglum skólans.

Við berum ábyrgð á náminu

  • Við mætum stundvíslega í allar kennslustundir.
  • Við mætum vel undirbúin og með viðeigandi námsgögn.
  • Við berum sjálf ábyrgð á því að skila verkefnum á réttum tíma.
  • Við leggjum okkur fram við námið okkar og sinnum því af kostgæfni.

Við leggjum okkur fram við góða umgengni

  • Við neytum matvæla eingöngu í matsalnum.
  • Í matsalnum göngum við snyrtilega frá eftir okkur og flokkum rusl.
  • Við göngum vel og þrifalega um skólann og berum virðingu fyrir eigum skólans og annarra.
  • Við förum úr útiskóm, setjum í hillur og hengjum upp yfirhafnir.
  • Við höldum skólastofum hreinum og snyrtilegum, krotum ekki á borð og röðum stólum.
  • Við hreyfum aldrei við öryggisbúnaði skólans

Við leggjum áherslu á heilbrigði og hollar lífsvenjur

  • Við neytum ekki sælgætis, gosdrykkja eða orkudrykkja í skólanum
  • Við notum ekki tóbak, rafrettur, munntóbak, -púða eða önnur ávanabindandi efni á skólatíma

Ástundunarferli