Foreldrafélag

Foreldrafélag Kóraskóla

Foreldrafélag er félag foreldra sem vinnur að ýmsum málum tengdum skólanum og nemendum hans. Í félaginu eru allir foreldrar sem eiga börn í viðkomandi skóla. Ekki þarf að sækja sérstaklega um að vera meðlimur.

Foreldrafélagið er rekið af stjórn sem er mynduð af foreldrum sem eru kosnir í stjórn yfirleitt á aðalfundi félagsins ár hvert. Allir foreldrar í skólanum hafa kosningarétt.

Hlutverk foreldrafélags er að styðja við skólastarfið, stuðla að velferð nemenda og efla tengsl heimilis og skóla.

Félagið getur stutt við starfsemi skólans með ýmsum hætti.

  • Með verkefnum sem stuðla að vellíðan og velferð nemenda og bættum námsárangri
  • Með verkefnum sem styrkja skólabraginn
  • Vera virk og taka vel í þátttöku í skólastarfinu
  • Hvetja og hrósa fyrir það sem vel er gert
  • Bjóða upp á vettvang fyrir foreldra til að fræðast um og ræða sameiginleg hagsmuna- eða áhugamál
  • Virkja alla foreldra til þátttöku í samstarfi
  • Skipa bekkjarfulltrúa og styðja þá til að halda utan um formlegt samstarf í bekkjum eða árgöngum
  • Sjá til þess að sameiginleg verkefni foreldrafélagsins séu framkvæmd og allir virkjaðir til þátttöku