Þeytingur – Þemanám

Í aðalnámskrá grunnskóla segir að leitast eigi við að nám sé sem heildstæðast. Í samfélaginu eru verkefni yfirleitt ekki sundurgreind og einangruð heldur samofin mörgum þáttum. Þetta er mikilvægt að hafa í huga við skipulag skólastarfs.

Með samþættingu námsgreina er lögð áhersla á að nemendur geti skilið hvernig mismunandi þættir tengjast og hvernig þeir geti nýtt þekkingu sína á mismunandi sviðum til að leysa viðfangsefni og vandamál.

Samþætting námsgreina eykur skilning og áhuga nemenda á mismunanndi námsgreinum og stuðlar að því að þeir séu betur undirbúnir fyrir fjölbreytt störf og verkefni.

Samþættingarverkefni Kóraskóla hefur fengið nafnið Þeytingur. Allir nemendur eru með fasta tíma í töflu í Þeytingi en það er misjafnt eftir árgöngum hversu margir tímar það eru og einnig hversu margir tímar í hverri námsgrein falla undir samþættingu.