Nemendaverndarráð Kóraskóla starfar samkvæmt 17.- 20. gr. reglugerðar um skólaþjónustu sveitarfélaga við leik- og grunnskóla og nemendaverndarráð í grunnskólum. Í nemendaverndarráði sitja aðstoðarskólastjóri, deildarstjóri, skólahjúkrunarfræðingur, námsráðgjafi, skólasálfræðingur, sérkennarar og forstöðumaður félagsmiðstöðvar skólans. Ráðið fer yfir og metur umsóknir um stoðþjónustu og kemur erindum í farveg sem leiðir til lausna.
Nemendaverndarráð fjallar um sérstök úrræði fyrir einstaka nemendur eða nemendahópa. Umsjónarkennari, námsráðgjafi og/eða foreldrar geta sent inn erindi til nemendaverndarráðs á sérstöku eyðublaði sem hægt er að nálgast á skrifstofu skólans.