Kóraskóli er fyrir nemendur í 8. – 10 bekk grunnskóla og er til húsa í Vallakór 12-14. Skólinn tók formlega til starfa haustið 2023 en var áður hluti af Hörðuvallaskóla. Húsnæði Kóraskóla er hluti af íþróttahúsinu Kórnum og er staðsett í efri byggðum Kópavogs. Kennslustofur eru á tveimur hæðum húsnæðisins og fer íþróttakennsla fram í íþróttasölum Kórsins. Nemendur sækja sundkennslu í Salalaug og í sundlaug DAS í Boðaþingi auk þess sem nemendur fara í list- og verkgreinakennslu í skólahúsnæði Hörðuvallaskóla.
Skólaárið 2024 – 2025 eru um 280 nemendur í skólanum.
Skólastjóri Kóraskóla er Inga Fjóla Sigurðardóttir.
Skrifstofa skólans er opin:
mánudaga – fimmtudaga frá kl. 08:00 – 15:30
föstudaga frá kl. 08:00 – 14:30