Sálfræðingur

Lilja Magnúsdóttir er sálfræðingur Kóraskóla.  Netfang: lilja.magnusdottir@kopavogur.is

Sálfræðingur skólans sinnir fjölbreyttu starfi sem felur í sér athuganir og ráðgjöf fyrir nemendur, foreldra og starfsfólk skólans. Hann er einnig fulltrúi skólaþjónustu í nemendaverndarráði og tekur þar þátt í þverfaglegri vinnu við að greina vanda, leggja til úrræði og leita lausna.

Ef óskað er eftir aðkomu sálfræðings fyllir umsjónarkennari út umsókn með samþykki forsjáraðila. Málið er þá tekið upp í nemendaverndarráði sem ræðir málið og tekur ákvörðun um hvort vísa eigi málinu til sálfræðings. Forsjáraðilar geta einnig haft samband við sálfræðing án milligöngu umsjónarkennara.

Ný lög hafa tekið gildi á Íslandi og eiga þau að tryggja samþætta þjónusta í þágu farsældar barna og tryggja að öll börn og fjölskyldur fái rétta aðstoð á réttum tíma og frá réttum aðila. Í framhaldi af löggjöfinni hóf Kópavogsbær að bjóða upp á ráðgjafaviðtöl hjá skólasálfræðingi fyrir 9. og 10. bekkinga án samþykkis foreldra. Þessi viðtöl verða kynnt nemendum í byrjun annar.