Spjaldtölvur í starfi Kóraskóla

Nemendur nota spjaldtölvur (iPad) í námi sínu í Kóraskóla. Á spjaldtölvunni geta þeir nálgast verkefni, verkefnalýsingar og viðmið um árangur á sínu eigin Google svæði sem skólinn hefur búið þeim. Þeir geta einnig unnið verkefni á spjaldtölvunni og skilað þeim til kennara í gegnum Google svæðið.

Til að tryggja góða umgengni við þetta mikilvæga námstæki gilda eftirfarandi reglur:

Reglur um iPad notkun

  • Kópavogur á iPadana – nemendur fá þá að láni sem námsgagn.
  • Ef nemandi verður uppvís af því að ganga illa um iPadinn fær hann skráningu í Mentor. Hvert skipti er 2 stig. Í vondri umgengni felst meðal annars að kasta iPad, beygla hann, rífa hulstur, skilja tækið eftir á gangi, fara í iPad sem tilheyrir öðrum nemanda, nota iPad þegar ekki á við og önnur slæm meðhöndlun.
  • Þegar 4 stig eru komin á mentor er iPadinn tekinn af nemanda og skal kalla foreldra á fund þar sem farið er yfir ábyrgð nemanda. Nemendur fá ekki að taka tækið með sér heim í viku. Ef það gerist aftur fer í gang sama ferli og fær nemandi þá ekki að taka með sér IPadinn heim í tvær vikur. Taka skal fram að enginn afsláttur verður gefinn á námi þrátt fyrir að nemandi fái ekki að hafa iPad með sér heim.