Kóraskóli er símalaus skóli

Kóraskóli verður héðan í frá símalaus skóli. Það á við um kennslustundir og frímínútur, hvort sem er í skólahúsnæði, húsnæði HK, Hörðuvallaskóla og skólalóð.

Nemendur eru hvattir til að skilja símtæki eftir heima. Þeir sem eru ekki að fara heim eftir skóla og þurfa að hafa símtæki með í skólann eru beðnir um að hafa það í tösku eða læstum skáp á hljóðlausri stillingu

Hvað gerist ef símareglur eru brotnar?

Ef nemandinn tekur upp símann í leyfisleysi fær hann áminningu frá starfsmanni og tækifæri til að ganga frá símanum á hljóðlausri stillingu. Atvik skráð í Mentor.

Endurtaki nemandinn brotið fær hann tækifæri til að afhenda símann starfsmanni sem fer með tækið til umsjónarkennara eða á skrifstofu skólans eftir atvikum þar til skóladegi lýkur. Nemandinn sækir símann í lok skóla. Atvik skráð í Mentor.

Ítrekuð brot kalla á fund með foreldrum, nemanda og stjórnendum og lausn fundin.

Posted in Fréttaflokkur.