Þá er skólastarf í Kóraskóla að komast í fasta rútínu og stundatöflur og hópaskiptingar að komast á hreint. Nemendur koma vel undan sumri, eru kurteisir og glaðir en sumir þreyttir enda reynir á að vakna svona snemma. Þeir eru jafnan snyrtilegir í umgengi og fyrir það má hrósa. Skólinn hefur komið fyrir flokkunartunnum víðsvegar um skólann og gengur nemendum vel að nota þær. Þeir ganga vel frá eftir sig í matsalnum og raða skónum sínum í hillur. Greinilega fyrirmyndar unglingar á ferð.