Frétt frá nemendum í 10. árgangi

Við vorum að byrja í 10. árgangi, við vorum smá stressuð fyrir náminu og þessu skólaári en svo þegar við byrjuðum í skólanum var bara mjög fínt.

Okkur finnst námið hérna vera skemmtilegt og fjölbreytt sem er mjög gott, við erum að vinna í mismunandi og skemmtilegum verkefnum.

Uppáhalds verkefnið okkar hingað til var líklegast í fyrstu þema vikunni, þá var öllum bekknum skipt upp í þriggja til fjögurra manna hópa. Það var skipt nokkrum hópum í stofu saman til þess að halda kynningar í lok vikunnar.

Í þessu verkefni áttum við að búa til stjórnmálaflokk með hópnum sem maður var settur í. Maður átti að finna lýsandi nafn á flokkinn og kennimerki fyrir flokkinn sem passaði fyrir nafnið á flokknum. Við áttum líka að búa til Slides um stefnuskrá flokksins og einnig kynningu á flokknum okkar. Við gerðum líka kosningamyndband um flokkinn okkar og sögðum frá af hverju það ætti að kjósa okkur og smá útskýringu á flokknum okkar, inn á myndbandið skrifuðum við enska þýðinga texta. Við kynntum verkefnið á föstudeginum fyrir framan stofuna, við sýndum líka myndbandið okkar í kynningunum.

Fram að þessu finnst okkur skólinn búin að mjög skemmtilegur og næs.

Posted in Fréttaflokkur.