Það er oft sagt að fordómar byggi á fáfræði. Þess vegna er víðtæk fræðsla okkur öllum mikilvæg. Fræðsla og aukin þekking á hinsegin málum er hornsteinn mannréttindarbaráttu Samtakanna ´78. Í síðust viku fengu nemendur í 8. og 9. bekk Kóraskóla fræðslu frá samtökunum. Markmið fræðslunnar sem unglingarnir fengu eru að efla þekkingu nemenda á fjölbreytileika fólks og styrkja þar með virðingu þeirra fyrir sjálfum sér og öðrum og efla hæfni þeirra til að taka þátt í að standa vörð um mannréttindi og félagslegt réttlæti. Hér má sjá frekari upplýsingar um hinsegin fræðslu samtakanna fyrir unglingastig og tengingu þeirra við hæfiviðmið aðalnámskrár grunnskóla Um fræðsluna – Samtökin ’78.