Þorgrímur Þráinsson í heimsókn

Þorgrímur Þráinsson hitti nemendur 10 árgangs Kóraskóla í vikunni þar sem hann ræddi á sinn einstaka hátt um gildin í lífinu, mikilvægi þess að setja sér markmið og hafa metnað fyrir sjálfum sér. Þorgrímur hefur í áraraðir heimsótt grunnskólanemendur, hann er hafsjór fróðleiks og nær á einstakan hátt til nemenda.

Posted in Fréttaflokkur.