Nú standa yfir seinustu þemaverkefnin fyrir jól. Þau eru fjölbreytt og að einhverju leiti tengd jólum. Nemendur í 10. árgangi sýna þessa dagana verkfræðilega takta sína við að hanna, reikna út, baka og skreyta piparkökuhús. Þeir þurfa einnig að ígrunda uppskriftir á dönsku en flest allt bakkelsi okkar á jólum er upprunnið frá Danmörku. Í þessu verkefni hefst ferlið því á að þýða uppskriftir, teikna og umreikna húsin og endar verkefnið svo á fullkomlega skreyttu húsi. Hér er um samþættingu margra hæfniviðmiða að ræða. Nemendur bjóða svo foreldrum sínum í heimsókn í næstu viku til að njóta dýrðarinnar. Auk þess munu nemendur kynna önnur verkefni sem þeir hafa unnið í þessu þema.