Nemendur í 8. árgangi vinna nú verkefni í þema sem felst í því að hanna draumaherbergið sitt. Í þessu verkefni er mikil samþætting námsgreina. Nemendur þurfa að beita útreikningi við stærð herbergis því þeir þurfa að teikna það upp í réttum hlutföllum, finna út magn málningar á veggi og hvort húsgögnin sem þeir velja komist þar inn. Þeir þurfa að velja húsgögn og annan búnað sem þau vilja hafa í herberginu, finna verð á öllu saman og reikna út heildarkostnað. Að lokum þurfa þau að snara öllu yfir á dönsku.