Hvað gerir eiginlega askasleikir?

Jólasveinunum finnst kominn tími til að uppfæra flotann sinn og fjölga dögunum, sem börn fá í skóinn. Þannig hefst lýsing á verkefni sem nemendur í 9. árgangi fengu í hendurnar. Þeim er ætlað að búa til nútíma jólasvein enda margir þeirra eldri orðnir úreltir eins og askasleikir, hver veit hvað hann gerir?

Frábærar hugmyndir að nýjum jólasveinum kviknuðu. Snjókrækir færir börnum til dæmis snjó og gefur gjafir til að leika í snjónum á meðan Sveinki jr. drekkur bara nocco og er alltaf í ræktinni. Sexy Sveinki er bráðmyndalegur með kúreka hatt í stað jólasveinahúfu og borðar bara sætabrauð og ástarpunga og Gluggabrjótur hefur sérstakan hamar sem gerir það að verkum að ekkert heyrist þegar hann brýtur glugga til að komast inn í hús.

Verkefnið er fjölbreytt en nemendur þurfa að læra utan af eitt erindi um jólasveinana eftir Jóhannes úr Kötlum og einnig semja sjálfir ljóð eftir hefðbundnum bragreglum um sinn eigin. Þetta þurfa þau svo að flytja með viðeigandi áherslum, hrynjanda og tónfalli. Að lokum þurfa þau að aðstoða jólasveininn sinn í því að öðlast fræðg á erlendri grundu með því að markaðssetja hann á ensku.

Mörg frábær ljóð voru ort um þessa kostulegu sveina og eru hér nokkur þeirra:

Sexy sveinki Rú

Sexy sveinki Rú heitir hann

heilbrigður og sterkur

Sveinki loðkápu flotta fann

feykilega ómerkur

 

Glugga brjótur

Glugga brjótur, óhljóð óma

og þá börnin heyra allt en ekki er allt þá í blóma.

Börnin vakna og vilja vel

Venjulega myndu þau berja þig í hel.

 

Glugga brjótur er ekki vel varinn

Valdi hann þá að verða farinn.

Reykur myndast þegar Glugga brjótur brestur

Bál þá myndast eins og að hann sé kreistur.

 

Snjókrækir

Snjókrækir sá seinasti

Syngur með kátum krökkum

Krakkarnir segja að hann sé nánast nýjasti

Nú hann er í skónum skökkum

 

Snjókrækir er með svalan snjó

Setur í alla heimsins skrítnustu skó

Sumir eru með stígvél sem eru mjög mjó

Margir krakka vakna með syngjandi sjó

 

Sveinki Jr

Sveinki Jr heitir hann
Noccoinn hann sko fann

Hann fær sixpack með að sippa

og verðlaun hans er Nocco kippa

Posted in Fréttaflokkur.