Í Kópavogi er öflugt skólastarf sem drifið er áfram af fagmennsku og nýsköpun. Starfið einkennist af metnaði og stöðugri þróun í takt við þarfir nemenda, samfélagsþróun og í samræmi við
menntastefnu Kópavogs til 2030. Á sama tíma stendur grunnskólastarf á Íslandi frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem kalla á markvissar umbætur og samræmda stefnu. Frá hausti 2024 hefur farið fram umfangsmikið samráðsferli innan grunnskóla Kópavogs í þeim tilgangi að leita leiða til umbóta. Nú hafa verið mótaðar tillögur að umbótaverkefnum sem lesa má um hér.Framtíðin í fyrsta sæti – tillögur í grunnskólamálum í Kópavogi

Framtíðin í fyrsta sæti
Posted in Fréttaflokkur.
