Jól í nánd
Nemendur og starfsfólk Kóraskóla skreyttu skólann í lok síðustu viku. Nú lýsa falleg jólaljós hvern krók og kima og litríkar myndir prýða veggi. Jólamyndir voru málaðir á glugga en hápunktur jólaskreytingadagsins eru hurðaskreytingar og þar fær sköpunarhæfni nemenda að blómstra.
