NÝJUSTU FRÉTTIR
Hrekkjarvaka
Í gær héldum við upp á hrekkjarvökuna með tilheyrandi hryllingi. Nemendur mættu í hrollvekjandi búningum og skreyttu stofur og ganga í anda dagsins. Félagsmiðstöðin Kúlan bauð upp á draugahús kvöldið áður og mötuneytið bar á borð dularfullan plokkfisk sem þó bragðaðist […]
Morgunkaffi sálfræðings 5. nóvember kl. 8:30
Í vetur býður Erlendur Egilsson sálfræðingur Kóraskóla upp á fræðslufundi fyrir foreldra á þriðjudagsmorgnum, morgunkaffi skólasálfræðings. Næsta morgunkaffi verður þriðjudaginn 5. nóvember kl. 8:30-9:20 í hátíðarsal HK í Kórnum. Fjallað verður um mótþróa og reiðvanda unglinga.
Frétt frá nemendum í 10. árgangi
Við vorum að byrja í 10. árgangi, við vorum smá stressuð fyrir náminu og þessu skólaári en svo þegar við byrjuðum í skólanum var bara mjög fínt. Okkur finnst námið hérna vera skemmtilegt og fjölbreytt sem er mjög gott, við erum […]
Vetrarfrí
Nemendur og starfsfólk Kóraskóla er komið í vetrarfrí. Skólastarf hefst að nýju samkvæmt stundatöflu mánudaginn 28. október.
Bleikur dagur
Í dag var bleikur dagur í Kóraskóla en sá dagur er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allir voru hvattir til að mæta eins bleikklæddir og þeim frekast var unnt og gaman að sjá að margir lögðu sig […]
Samfélagslöggan
Í gær kom Unnar Þór Bjarnason lögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar en hann starfar að verkefni innan lögreglunnar sem nefnist samfélagslögreglan. Það verkefni miðar að því að tengja störf lögreglunnar við hinn almenna borgara með upplýsingum og fræðslu. Unnar kom inn […]
Morgunkaffi sálfræðings 15. okt
Í vetur býður Erlendur Egilsson sálfræðingur Kóraskóla upp á fræðslufundi fyrir foreldra á þriðjudagsmorgnum, morgunkaffi skólasálfræðings. Fyrsta morgunkaffið verður þriðjudaginn 15. október kl. 8:30-9:20 í sal Kóraskóla. Fjallað verður um kvíðavanda unglinga út frá sjónarhorni foreldra.
Skipulagsdagur föstudaginn 11.október
Föstudagurinn 11. október er skipulagsdagur í Kóraskóla og engin kennsla.
Brunaæfing
Í vikunni sem leið var haldin brunaæfing í Kóraskóla og Kórnum. Æfingin tókst vel og náðist að rýma húsið innan tímamarka. Alltaf má gera betur og verður farið í að bæta rýmingaráætlun skólans.