NÝJUSTU FRÉTTIR

Gleðileg jól!

Á morgun er síðasti kennsludagur fyrir jólafrí og eiga nemendur að mæta samkvæmt stundatöflu. Að því loknu hefst jólafrí nemenda. Kennsla hefst að nýju þriðjudaginn 6. janúar samkvæmt stundatöflu. Starfsfólk Kóraskóla óskar nemendur og forráðamönnum þeirra gleði og friðar á jólum […]

Lesa meira

Dansað til gleði

Ægir Þór er 14 ára drengur frá Hornafirði. Hann er með sjaldgæfan og ólæknandi vöðvarýrnunarsjúkdóm sem nefnist Duchenne. Heimildamyndin Einstakt ferðalag fjallar um Ægi og ferðalag hans um landið þar sem hann hittir langveik börn og fjölskyldur þeirra. Myndinni er ætlað […]

Lesa meira

Jólamatur

Í dag borðuðu nemendur og starfsmenn saman jólamat í hádeginu. Andrea matráður bauð upp á reykt svínakjöt með rjómasósu, kartöflugratín, rauðkál og baunir og ekki skemmdi fyrir að hafa laufabrauð með. Í eftirrétt fengu allir ís. Allir gengu saddir frá borði […]

Lesa meira

Foreldrafélagið kom færandi hendi

Foreldrafélag Kóraskóla færði skólanum að gjöf ræðupúlt merkt logoi skólans. Þessi gjöf kemur sér afar vel því skólinn hafði ekki eignast ræðupúlt auk þess sem þetta púlt er auðvelt í flutningi sem hentar okkur ákaflega vel. Fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins þau […]

Lesa meira

Jól í nánd

Nemendur og starfsfólk Kóraskóla skreyttu skólann í lok síðustu viku. Nú lýsa falleg jólaljós hvern krók og kima og litríkar myndir prýða veggi. Jólamyndir voru málaðir á glugga en hápunktur jólaskreytingadagsins eru hurðaskreytingar og þar fær sköpunarhæfni nemenda að blómstra.

Lesa meira

Foreldrabakland Kóraskóla

Gott samstarf heimila og skóla er mikilvægur hlekkur í farsælu skólastarfi. Við í Kóraskóla erum svo heppin að eiga gott bakland í foreldrahópnum okkar. Nú er verið að koma bókasafni Kóraskóla á fót. Stjórn foreldrafélagsins tók sig til og biðlaði til […]

Lesa meira

Uppbrotsdagur

Í dag var skemmtilegur uppbrotsdagur í Kóraskóla. Nemendur fóru milli stöðva á tuttugu mínútna fresti og unnu að fjölbreyttum viðfangsefnum. Einhverjir mættu í hrekkjavökubúningum en ákveðið hafði verið að halda upp á hrekkjavökuna á þessum degi.

Lesa meira

Opið hús

Opið hús var í Kóraskóla þriðjudaginn 21. október og var þetta í fyrsta skipti sem það er gert. Fjöldi foreldra lagði leið sína í skólann og nemendur mættu einnig samviskusamlega enda skyldumæting hjá þeim . Faggreinakennarar höfðu stofur sínar opnar og […]

Lesa meira

Evrópskt menntaverkefni í Kóraskóla

Í vetur tekur Kóraskóli þátt í tveimur Evrópuverkefnum á vegum Erasmus. Fyrra verkefnið fjallar um stafræna nýsköpun og jafnrétti í STEM. Kóraskóli í Kópavogi hefur verið valinn til þátttöku í  Digital STEAM for All, nýju Erasmus+ samstarfsverkefni sem miðar að því […]

Lesa meira