NÝJUSTU FRÉTTIR

Uppskeruhátíð menntabúða í Vatnsendaskóla í gær
Uppskeruhátíð menntabúða #Kópmennt voru haldnar í Vatnsendaskóla í gær. Þar kynntu nemendur frá öllum grunnskólum Kópavogs áhugaverð verkefni. Nemendur og kennarar þeirra lögðu mikla vinnu í undirbúning kynninga. Alls voru fluttar 29 kynningar á öllum skólastigum grunnskólans. Kór Hörðuvallaskóla söng fyrir gesti […]

Grill á föstudaginn
Á föstudaginn brugðum við út frá vananum og grilluðum pylsur með nemendum. Áttundi árgangur fór í göngutúr í Guðmundalund þar sem var grillað og farið í leiki. Nemendur í níunda og tíunda árgangi nýttu skjólið á útisvæði neðri hæðar og grilluðu […]

Hópur nemenda í Kaupmannahöfn
Þessa dagana er hópur nemenda í Kóraskóla sem eru á valnámskeiðinu Dönsk menning og hygge staddur í Kaupmannahöfn. Þetta er dönskuval fyrir nemendur í 10. bekk og teygir valið sig yfir allan veturinn. Í þessu vali kynnast nemendur danskri menningu og […]

Kynning fyrir starfsmenn – Hugsandi kennslustofa
Á síðasta starfsmannafundi Kóraskóla kynnti Ingi Örn Jónsson umsjónarkennari fyrir starfsmönnum aðferð í stærðfræðikennslu, Hugsandi kennslustofu (e.Thinking classroom), sem hann hefur notað í vetur. Starfsmenn voru mjög áhugasamir og fundu á eigin skinni hve vel aðferðin virkar til að finna sameiginlega […]

Norðurlandameistari í skák
Guðrún Fanney Briem nemandi í 9. árgangi varð Norðurlandameistarari í skák á Norðurlandamót stúlkna sem fram fór í Fredericia í Danmörku um helgina. Guðrún Fanney keppir í flokki 16 ára og yngri og stóð hún uppi með fjóran og hálfan vinning […]

Sumardagurinn fyrsti á morgun 24. apríl
Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, fögnum við Sumardeginum fyrsta – fyrsta degi sumars samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, þá er frídagur og enginn skóli. Þessi dagur markar tímamót á árinu og hefur lengi verið haldinn hátíðlegur um land allt, ekki síst meðal […]

Í framhaldi af skólaþingi
Nemendur Kóraskóla lögðu fram ýmsar óskir á skólaþinginu sem haldið var í febrúar. Ein óskin fólst í því að nemendur fengju að hafa meira um það að segja hvað væri í hádegismatinn í skólanum. Andrea matráðurinn okkar var sko aldeilis til […]

Skóladagatal 2025 – 2026
Skóladagatal næsta skólaárs liggur nú fyrir og er birt hér með á heimasíðunni. Skóladagatal 2025 – 2026

Árshátíð
Árshátíð Kúlunnar og Kóraskóla verður haldin í næstu viku og hafa forsjáraðilar fengið póst með frekari upplýsingum. Árshátíðin er hátíðleg samkoma og hefur nemendaráð skólans unnið að undirbúningi hennar auk nemenda 10. bekkjar sem undirbúa skemmtiaðtriði. Þemað á árshátíðinni er Red […]