Opið hús

Opið hús var í Kóraskóla þriðjudaginn 21. október og var þetta í fyrsta skipti sem það er gert. Fjöldi foreldra lagði leið sína í skólann og nemendur mættu einnig samviskusamlega enda skyldumæting hjá þeim . Faggreinakennarar höfðu stofur sínar opnar og voru til viðtals fyrir foreldra og sýndu námsefni vetrarins. Stoðþjonustan kynnti aðstöðu sína og markmið og einnig stóð foerledrum til boða að kynna sér Google Classroom og Mentor. Nemendur 10. árgans buðu upp á hressingu en það var liður í fjáröflun bekkjarins fyrir skólaferðalagið þeirra í vor. Almenn ánægja var með þennan viðburð og ákveðið að framhald verði á honum að ári.

Posted in Fréttaflokkur.