Í gær kom Unnar Þór Bjarnason lögregluvarðstjóri í heimsókn til okkar en hann starfar að verkefni innan lögreglunnar sem nefnist samfélagslögreglan. Það verkefni miðar að því að tengja störf lögreglunnar við hinn almenna borgara með upplýsingum og fræðslu. Unnar kom inn í alla bekki til að ræða við krakkana um ábyrgð þeirra og skyldur, löghlýðni, sakhæfisaldur, vopnaburð, samskipti og framkomu almennt.