Bleikur dagur

Í dag var bleikur dagur í Kóraskóla en sá dagur er árlegt átaksverkefni Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameinum hjá konum. Allir voru hvattir til að mæta eins bleikklæddir og þeim frekast var unnt og gaman að sjá að margir lögðu sig virkilega fram við það. Keppt var um bleikasta árganginn og hlaut 8. bekkur þá heiðursnafnbót að þessu sinni. Andrea og stelpurnar í eldhúsinu tóku þátt og buðu upp á bleikan grjónagraut sem gladdi augað.

Posted in Fréttaflokkur.