Í dag bauð foreldrafélag Kóraskóla nemendum upp á fyrirlestur í hátíðarsal skólans.
Fræðslan Fokk me-Fokk you fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Það eru þau Kári Sigurðsson og Andrea Marel sem sjá um þessa fræðslu og vilja með henni vekja nemendur til umhugsunar um hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags. Þau ræða um virðingu og mörk, áhrif fjölmiðla og samskiptamiðla og taka dæmi úr raunveruleika unglinga. Rætt er um samskipti og áskoranir sem fylgja notkun samskiptamiðla og þá sérstaklega kynferðislega áreitni og stafrænt kynferðisofbeldi. Hvað er það sem hefur áhrif á sjálfsmyndina hjá okkur? Kemur þú fram af virðingu og virðir þú mörk annarra? Hefur þú áreitt aðra í kringum þig án þess að gera þér grein fyrir því?
Kári og Andrea fluttu samskonar fyrirlestur fyrir foreldra sl. mánudag en þau hafa farið með þessa fræðslu inn í fjömarga skóla um land allt. Krakkarnir okkar stóðu sig einstaklega vel og sýndu prúðmannlega framkomu.