Nemendur í 9. árgangi fóru ásamt kennurunum sínum með strætó til Reykjavíkur með nesti og tilheyrandi. Tilgangur ferðarinnar var að bregða sér á skauta á fína skautasvellinu á Ingólfstorgi. Mikil gleði og stemning ríkti í hópnum. Sumir duttu en allir þó með bros á vör. Kannski hafa einhverjir marblettir sprottið fram síðustu daga. Allavegana komu allir heilir heim en ískaldir enda nærri 10 gráðu frost.