Nemendur í 9. árgangi vinna í þema þessa dagana eins og aðrir nemendur Kóraskóla. Verkefnin eru fjölbreytt og samþætting námsgreina í hávegum höfð. Nemendum var til dæmis falið það verkefni í síðustu viku sem fólst í því að leita leiða til að fjölga jólasveinum og útbjuggu þau umsóknir fyrir fjórtánda jólasveininn. Þar reyndi á hugmyndaauðgi, orðsnilld og listræna hæfileika. Í dag var munnlegt próf í dönsku þar sem nemendur þurftu að eiga samtal við Amöndu dönskukennara og biðja um ís í þartilgerðri ísbúð sem komið var upp á opnu svæði 9. árgangs. Lilja var prófdómari og fylgdist grannt með framburði og orðavali nemenda en stífar æfingar hafa staðið yfir alla þessa viku.