Nemendur í 9. árgangi spreyta sig þessa dagana í hönnunar vinnu. Þar sameinast útsjónarsemi, rökhugsun og listræn útfærsla. Þeim er ætlað að gera grunnteikningu að íbúð og innrétta hana en fá til þess nákvæm fyrirmæli eins og að velja mælikvarða, velja fermetramál hvers rýmis og finna til húsgögn til að innrétta íbúðina og teikna þau inn í réttum hlutföllum. Þau þurfa svo að sjálfsögðu að halda utan um alla útreikninga og setja upp sundurliðaðan kostnað. Mörg frábær verkefni skiluðu sér inn og gaman að flylgjast með áhuga nemenda við vinnuna.