Í dag sýndu nemendur í 10. árgangi afrakstur hönnunar- og byggingarvinnu á piparkökuhúsunum sínum. Þeir buðu foreldrum að koma og berja dýrðina augum og var gaman að sjá hversu margir höfðu tök á að koma. Þarna voru sýndar margar áhugaverðar útfærslur af húsum, samsetningum og skreytingum og sannarlega fengu listrænir hæfileikar nemenda að njóta sín. Nemendur sýndu líka önnur verkefni sem þeir hafa unnið á haustönn eins og tölfræðiskýrslur, forsetaræður, veðurskýrslur á dönsku og margt fleira.