Íþróttadagurinn mikli!

Í dag fór fram íþróttakeppni í Kóraskóla. Í slíkri keppni etja hópar innan árganganna kappi í ýmsum íþróttagreinum og leggja sig alla fram enda til mikils að vinna eða glæsilegan farandbikar Kóraskóla. Hvert lið á sér sinn einkennislit og var mikill metnaður lagður í samlitan fatnað og útlit. Eitt lið átti sé auk þess lukkudýr. Fjöldi starfsmanna dreifðist um salinn og með vökulum augum töldu þeir samviskusamlega saman stig hópanna  Mikil spenna ríkti í matsalnum þegar sigurvegararnir voru að lokum kynntir en það voru að þessu sinni appelsínugulir eða hópur 101 úr 10. bekk. Íþróttamótið fór vel fram og sigldu allir glaðir heim í helgarfrí.

 

Posted in Fréttaflokkur.