Árshátíð

Árshátíð Kúlunnar og Kóraskóla verður haldin í næstu viku og hafa forsjáraðilar fengið póst með frekari upplýsingum. Árshátíðin er  hátíðleg samkoma og hefur nemendaráð skólans unnið að undirbúningi hennar auk nemenda 10. bekkjar sem undirbúa skemmtiaðtriði.
Þemað á árshátíðinni er Red Carpet/Met Gala en það á meira við um skreytingar og andrúmsloftið á árshátíðinni frekar en klæðaburð. Nemendur eru hvattir til að koma klæddir eins og þeim líður best frekar en að hafa áhyggjur af því að passa inn í eitthvað ákveðið þema.
Til að geta keypt miða á árshátíðina þurfa nemendur að skila leyfisbréfi undirritað af þeim sjálfum og forsjáraðila.

Í árshátíðarvikunni sjálfri kyndum við undir stemninguna með því að hafa sérstakt fataþema fyrir hvern dag. Nemendur og starfsmenn eru hvattir til að mæta klæddir í anda hvers dags eins og hér segir:
Mánudagur: Denim on denim
Þriðjudagur: Strandarþema
Miðvikudagur: Treyjuþema
Fimmtudagur: Adam Sandler Þema
Föstudagur: Náttfata/kósýþema

Posted in Fréttaflokkur.