Nemendur Kóraskóla lögðu fram ýmsar óskir á skólaþinginu sem haldið var í febrúar. Ein óskin fólst í því að nemendur fengju að hafa meira um það að segja hvað væri í hádegismatinn í skólanum. Andrea matráðurinn okkar var sko aldeilis til í að hlusta á raddir nemenda og fengu nemendur í 10. árgangi að setja upp matseðilinn í maí. Næsta haust höldum við svo áfram að útfæra matseðla skólans með hliðsjón af óskum nemenda.