Sumardagurinn fyrsti á morgun 24. apríl

Á morgun, fimmtudaginn 24. apríl, fögnum við Sumardeginum fyrsta – fyrsta degi sumars samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, þá er frídagur og enginn skóli. Þessi dagur markar tímamót á árinu og hefur lengi verið haldinn hátíðlegur um land allt, ekki síst meðal barna og ungmenna.

Í tilefni dagsins viljum við í Kóraskóla óska öllum, nemendum, foreldrum og starfsfólki  skólans gleðilegs sumars. Það er er alltaf sérstök stemming sem fylgir Sumardeginum fyrsta, vonin um bjartari daga, hlýrra veður og notarlegar stundir úti í náttúrunni.

Við erum stolt af því góða starfi sem unnið hefur verið hér í vetur og hlökkum til að njóta áframhaldandi samveru og verkefna með ykkur á næstu vikum fram að sumarfríi. Næstu vikur verða fjölbreyttar og spennandi, fullar af fræðslu, sköpun og gleði.

Vonandi fáum við góða tíð á morgun og tækifæri til að njóta fyrsta sumardagsins með bros á vör.

Fyrir þá nemendur sem eru farnir að huga að því hvað þeir ætla að hafa fyrir stafni í sumar má benda á upplýsingar um sumarstörf í vinnuskóla Kópavogs.

Posted in Fréttaflokkur.