Norðurlandameistari í skák

Guðrún Fann­ey Briem nemandi í 9. árgangi varð Norður­landa­meist­ar­ari í skák á Norður­landa­mót stúlkna sem fram fór í Fredericia í Dan­mörku um helg­ina.  Guðrún Fann­ey keppir í flokki 16 ára og yngri og stóð hún uppi með fjóran og hálf­an vinn­ing úr fimm skák­um. Metnaður íslensku stúlkn­anna vakti mikla at­hygli. Þær undirbjuggu sig mjög vel fyrir keppnina og að auki fyrir hverja ein­ustu skák og hvern ein­asta and­stæðing. Þannig hafi metnaður og þrotlaus vinna skilað árangri. Hér má sjá skemmtilega umfjöllun Morgunblaðsins um árangur Guðrúnar Fanneyjar.

Við óskum Guðrúnu Fanneyju til hamingju með Norðurlandameistaratitilinn og óskum henni áframhaldandi gæfu og gengis.

Posted in Fréttaflokkur.