Á síðasta starfsmannafundi Kóraskóla kynnti Ingi Örn Jónsson umsjónarkennari fyrir starfsmönnum aðferð í stærðfræðikennslu, Hugsandi kennslustofu (e.Thinking classroom), sem hann hefur notað í vetur. Starfsmenn voru mjög áhugasamir og fundu á eigin skinni hve vel aðferðin virkar til að finna sameiginlega lausnir á verkefnum.