Nýir iPadar í 10. árgangi

Nemendur í 10. árgangi í grunnskólum Kópavogs fengu afhenta glænýja iPada í byrjun nýs skólaárs.  IPadarnir eru eign Kópavogsbæjar en nemendur fá þá að láni í vetur og gegna þeir stóru hlutverki í námi nemenda því þar nálgast þeir námsgögn, kennsluáætlanir og viðmið um árangur. Nýju íPadarnir eru auk þess í vönduðum hulstrum með áföstum lyklaborðum sem auðveldar nemendum vinnu sína og hjálpar þeim við að æfa rétta fingrasetningu.

Posted in Fréttaflokkur.