Foreldrabakland Kóraskóla

Gott samstarf heimila og skóla er mikilvægur hlekkur í farsælu skólastarfi. Við í Kóraskóla erum svo heppin að eiga gott bakland í foreldrahópnum okkar. Nú er verið að koma bókasafni Kóraskóla á fót. Stjórn foreldrafélagsins tók sig til og biðlaði til foreldra um að gefa safninu bækur og spil sem nota mætti á bókasafninu og hætt væri að nota heima. Stjórnin tók síðan á móti gjöfum og fór yfir þær og nú er unnið að því að koma þessum höfðinglegu gjöfum fyrir á bókasafninu svo nemendur megi njóta þeirra.

Posted in Fréttaflokkur.