Í vetur tekur Kóraskóli þátt í tveimur Evrópuverkefnum á vegum Erasmus. Fyrra verkefnið fjallar um stafræna nýsköpun og jafnrétti í STEM.
Kóraskóli í Kópavogi hefur verið valinn til þátttöku í Digital STEAM for All, nýju Erasmus+ samstarfsverkefni sem miðar að því að efla STEM/STEAM menntun (raunvísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði) með sýndarveruleika (VR) og stafrænum lausnum.
Verkefnið leggur sérstaka áherslu á að valdefla stúlkur í STEM og brjóta niður kynjafordóma, auk þess að samþætta loftslags- og sjálfbærnimenntun í námið.
Með þátttöku í VR4STEM verkefninu verður Kóraskóli í fararbroddi þegar kemur að stafrænum nýjungum í kennslu, jafnrétti kynja og sjálfbærni. Nemendur og kennarar fá tækifæri til að prófa nýjustu tækni, efla stafræna færni og taka þátt í alþjóðlegu samstarfi.
Hlutverk Kóraskóla
- Gestgjafi kennaraþjálfunar (LTTA) í júní 2026 þar sem kennarar frá öllum samstarfsskólum koma til Kópavogs.
- Prófanir á nýjum VR-námsverkfærum og hlutverkaleikjum með áherslu á jafnrétti og fjölbreyttan nemendahóp.
- Þróun skapandi list- og hönnunarverkefna sem tengja STEAM nálgunina við listir.
- Samstarf við foreldra og samfélagið í Kópavogi til að kynna niðurstöður og auka áhuga á stafrænum kennsluháttum.
Verkefnið er unnið í samstarfi við skóla og menntastofnanir í Kýpur, Spáni, Grikklandi, Póllandi og Tyrklandi.
Kóraskóli í Kópavogi hefur einnig fengið styrk til þátttöku í alþjóðlega Erasmus+ samstarfsverkefninu Project Phoenix: Rising Strong from Natural Disasters. Verkefnið miðar að því að efla vitund og hæfni ungs fólks, kennara og samfélaga í Evrópu til að bregðast við náttúruvá og afleiðingum loftslagsbreytinga.
Hlutverk Kóraskóla
Kóraskóli leiðir vinnu við kennaraþjálfun í inngildandi kennsluháttum og útikennslu. Skólinn heldur utan um þróun verkefnavefsins og sér um að tryggja aðgengi að efni fyrir alla (t.d. efni í blindraletri, textað og með hljóðleiðsögn). Nemendur og kennarar Kóraskóla munu taka þátt í alþjóðlegum fundum og námsferðum til Spánar, Tyrklands og Grikklands. Þar munu þau meðal annars taka þátt í jarðskjálftadrillum, þróa fjöltyngt kennsluefni og leggja fram íslensk dæmi í Evrópska hamfaraskrá (Atlas of Disasters).
Markmið verkefnisins
- Að efla vitund um náttúruvá og loftslagsbreytingar.
- Að styrkja hæfni nemenda og kennara í STEM- og stafrænum færniþáttum.
- Að þróa opið kennsluefni, m.a. Disaster Education Kit, gagnvirkan hamfaravef og app fyrir neyðarviðvaranir.
- Að þjálfa “hamfarasendiherra” meðal nemenda sem leiða fræðslu í skólum og samfélögum.
Mikilvægi fyrir Kóraskóla
„Það er gríðarlega mikilvægt fyrir okkur að taka þátt í þessu verkefni,“ segir Inga Sigurðardóttir skólastjóri Kóraskóla. „Nemendur okkar fá einstakt tækifæri til að vinna með jafningjum víðs vegar úr Evrópu, efla leiðtogahæfni sína og taka virkan þátt í að skapa lausnir sem geta skipt máli þegar á reynir.“

