Foreldrafélagið kom færandi hendi

Foreldrafélag Kóraskóla færði skólanum að gjöf ræðupúlt merkt logoi skólans. Þessi gjöf kemur sér afar vel því skólinn hafði ekki eignast ræðupúlt auk þess sem þetta púlt er auðvelt í flutningi sem hentar okkur ákaflega vel. Fulltrúar úr stjórn foreldrafélagsins þau Halla Björg Evans og Halldór Harri Kristjánsson afhentu púltið og tók Inga skólastjóri við því fyrir hönd skólans. Eins færði foreldrafélagið starfsmönnum hressingu á kaffistofuna. Færum við þeim okkar bestu þakkir.

Posted in Fréttaflokkur.