Jólamatur

Í dag borðuðu nemendur og starfsmenn saman jólamat í hádeginu. Andrea matráður bauð upp á reykt svínakjöt með rjómasósu, kartöflugratín, rauðkál og baunir og ekki skemmdi fyrir að hafa laufabrauð með. Í eftirrétt fengu allir ís. Allir gengu saddir frá borði enda bragðaðist maturinn undursamlega vel.

Posted in Fréttaflokkur.