Gleðilegt nýtt ár!

Fyrsta vikan á nýju ári hefur liðið ótrúlega hratt og virðast allir koma hressir og spakir inn eftir gott jólafrí, bæði nemendur og starfsmenn. Nú tekur alvaran við. Framundan eru foreldraviðtöl, 22. janúar. Þau viðtöl eru nemendastýrð en tilgangur þeirra er meðal annars að valdefla nemendur og styrkja vitund þeirra og ábyrgð gagnvart eigin námsframvindu. Í viðtölunum greinir hver og einn nemandi foreldrum sínum frá þeim markmiðum sem hann vinnur að, hver námsstaða hans er og hvað hann sjái fyrir sér að gera til að auka framfarir sínar. Tímasetningar í viðtölunum verða auglýstar síðar.

Við viljum senda okkar bestu óskir um farsæld og frið á nýju ári með einlægri þökk fyrir gott samstarf á því liðna.

Posted in Fréttaflokkur.