Í dag hélt Pálmar Ragnarsson fyrirlestur fyrir nemendur í 8. bekk. Pálmar er fyrirlesari og körfuboltaþjálfari sem hefur haldið fyrirlestra um jákvæð samskipti. Hann hefur flutt fyrirlestra fyrir marga af stærstu vinnustöðum landsins og einnig fjölda skóla. Í fyrirlestrinum fjallar hann á skemmtilegan hátt um það hvernig við getum náð því besta úr fólkinu í kringum okkur með góðum samskiptum. Nemendur fylgdust vel með og gáfu gott hljóð.


