Barnaþing í Kópavogi 19. mars

Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi miðvikudaginn. Björg Ýr námsráðgjafi fylgdi þrem nemendum úr Kóraskóla á þingið, en hvert þeirra var fulltrúi eins árgangs. Hver skóli sendi þrjá til fjóra fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þar sem  þannig að um 40 börn voru saman komin til að ræða tillögur barna í Kópavogi.

Í aðdraganda Barnaþings voru haldin Skólaþing í skólum bæjarins. Þau völdu hvert um sig tillögur til að ræða á Barnaþinginu, margar voru samhljóða og því voru það ellefu tillögur sem voru teknar til umfjöllunar.

Í hádeginu var boðið upp á pizzur og þá ávarpaði bæjarstjóri, Ásdís Kristjánsdóttir barnaþingmenn og þakkaði þeim fyrir sitt framlag.

Tillögur sem ræddar voru á þinginu:

  • Frítt í Strætó fyrir öll börn í Kópavogi.
  • Ísbúð á Kársnesi.
  • Morgunmatur í boði í öllum skólum í Kópavogi.
  • Sérdeildir/ fjölbreytta sérfræðinga í alla skóla.
  • Virkja nemendaráð meira í öllum skólum.
  • Vinaskólar í Kópavogi – Heimsóknir á milli skóla.
  • Göt í stundatöflu í upphafi og lok dags.
  • Halda hátíð í Kópavogi – eins og Skrekkur í Reykjavík.
  • Fleira starfsfólk í frímínútum sem fylgist með.
  • Bæta skólalóðir – Skemmtilegar skólalóðir.
  • Fjölga íþróttatímum eða lengja þá.
  • Fjölga kennslustundum í félagslegum samskiptum.
  • Fleiri opnanir í félagsmiðstöðvum.

Að loknu Barnaþingi eru tillögurnar sem voru til umræðu sendar á ný til skóla í Kópavogi og gefst nemendum þá kost að kjósa á milli þeirra. Þær tillögur sem hljóta mest fylgi verða lagðar fyrir bæjarstjórn í maí.

Posted in Fréttaflokkur.