NÝJUSTU FRÉTTIR
Brunaæfing
Í vikunni sem leið var haldin brunaæfing í Kóraskóla og Kórnum. Æfingin tókst vel og náðist að rýma húsið innan tímamarka. Alltaf má gera betur og verður farið í að bæta rýmingaráætlun skólans.
Mætum öll í bleiku á morgun, föstudaginn 13. september
Mætum öll í bleiku á morgun, föstudaginn 13. september og sýnum Bryndísi Klöru þannig virðingu okkar. Við þurfum öll að muna hvað kærleikurinn skiptir okkur miklu máli.
Haustkynningar
Næstu daga munu kennarar kynna fyrir forsjáraðilum nemenda í Kóraskóla áherslur vetrarins. Sérstakir kynningarfundir verða sem hér segir: september – Forsjáraðilar 8. bekkjar mæta í hátíðarsal HK kl. 8:30. Kynningin stendur til 9:50. Nemendur mæta 10:10. september 9. bekkur kl. 8:30-9:50. […]
Útivistartími
Þann 1. september breytist útivistartími barna og ungmenna. Í barnaverndarlögum segir:Börn, 12 ára og yngri, mega ekki vera á almannafæri eftir klukkan 20.00 nema í fylgd með fullorðnum. Börn, sem eru á aldrinum 13 til 16 ára, skulu ekki vera á […]
Skilmálar vegna afnota af spjaldtölvu
Í upphafi skólaársins var farið ítarlega yfir skilmála vegna afnota af spjaldtölvum með nemendum skólans. Kóraskóli hvetjur foreldra til að kynna sér skilmálana en þá má finna á vefsíðu spjaldtölvuverkefnis grunnskóla Kópavogs.
Skólastarf hafið
Þá er skólastarf í Kóraskóla að komast í fasta rútínu og stundatöflur og hópaskiptingar að komast á hreint. Nemendur koma vel undan sumri, eru kurteisir og glaðir en sumir þreyttir enda reynir á að vakna svona snemma. Þeir eru jafnan snyrtilegir […]
Skólasetning
Skólasetningar Kóraskóla verða föstudaginn 23.ágúst og fara fram í hátíðarsal HK. Nemendur mæta sem hér segir: 08:30 – 10. bekkur 09:30 – 9. bekkur 10:30 – 8.bekkur Kennsla hefst svo samkvæmt stundaskrá mánudaginn 26. ágúst.
Sumarkveðja !!!
Starfsfólk Kóraskóla óskar nemendum og fjölskyldum þeirra gleðilegs sumars með þökk fyrir fyrsta skólaár Kóraskóla. Njótið samverunnar og gleðistunda í sumar. Sjáumst aftur hress og kát í ágúst. Skrifstofa skólans verður lokuð frá og með 20. júní til 6. ágúst.
Skólaslit – föstudaginn 7.júní
Föstudaginn 7. júní var svo Kóraskóla slitið í fyrsta sinn: bekkur mætti klukkan 09:00 og kvaddir kennarana sína. bekkur mætti kl.10:00 og kvaddi sína kennara áður en haldið var út í sumarið.