NÝJUSTU FRÉTTIR

Árshátíð
Árshátíð Kúlunnar og Kóraskóla verður haldin í næstu viku og hafa forsjáraðilar fengið póst með frekari upplýsingum. Árshátíðin er hátíðleg samkoma og hefur nemendaráð skólans unnið að undirbúningi hennar auk nemenda 10. bekkjar sem undirbúa skemmtiaðtriði. Þemað á árshátíðinni er Red […]

Barnaþing í Kópavogi 19. mars
Börn úr öllum skólum í Kópavogi komu saman á árlegu Barnaþingi miðvikudaginn. Björg Ýr námsráðgjafi fylgdi þrem nemendum úr Kóraskóla á þingið, en hvert þeirra var fulltrúi eins árgangs. Hver skóli sendi þrjá til fjóra fulltrúa auk fulltrúa ungmennaráðs þar sem […]

Skyndihjálp
Í dag fengu nemendur að spreyta sig í hjartahnoði en það er liður í námi í skyndihjálp sem skólahjúkrunarfræðingarnir Svava og Rakel standa fyrir. Nemendur lögðu sig fram um að hnoða nægu lofti í dúkkurnar til að lífga þær við.

Öskudagsgleði
Öskudagur var haldinn hátíðlegur í Kóraskóla líkt og annarsstaðar. Nemendur völdu sér fjölbreyttar smiðjur til að starfa í þann dag. Þar var dansað, föndrað, att kappi með fjölbreyttum hætti og fleira og fleira. Svo var að sjálfsögðu boðið upp á pizzu […]

Framhaldsskólakynning
Björg Ýr Grétarsdóttir námsráðgjafi Kóraskóla kynni framhaldsskólana fyrir nemendum 10. bekkjar í dag. Nemendur standa nú frammi fyrir því að velja sér skóla og þurfa því að ígrunda vel þá miklu möguleika sem felast í fjölbreyttu úrvali framhaldsskólanna.

Nemendaþing
Í dag fór fram nemendaþing Kóraskóla. Þingið er liður í undirbúningi fyrir árlegt barnaþing grunnskólanna í Kópavogi sem haldið verður 19. mars nk. Kópavogsbær er barnvænt sveitarfélag og sem slíkt leitar það leiða til að auka lýðræði meðal grunnskólabarna í Kópavogi. […]

Alþjóðlegi netöryggisdagurinn í dag.
Alþjóðlegi netöryggisdagurinn er á dag, þriðjudaginn 11. febrúar. Af því stendur foreldrum til boða fræðslufundur á netinu sem hefst kl. 12. Fundurinn er klukkutíma langur. Hér eru nánari upplýsingar.

Íþróttadagurinn mikli!
Í dag fór fram íþróttakeppni í Kóraskóla. Í slíkri keppni etja hópar innan árganganna kappi í ýmsum íþróttagreinum og leggja sig alla fram enda til mikils að vinna eða glæsilegan farandbikar Kóraskóla. Hvert lið á sér sinn einkennislit og var mikill […]

Skólastarf fellur niður á morgun, fimmtudag
Á morgun er spáð rauðri viðvörun fá kl. 8:00-13:00. Á fundi með almannavörnum í dag var ákveðið að gefa út eftirfarandi skilaboð varðandi skólastarf á höfuðborgarsvæðinu meðan á viðvörun stendur. Leikskólar og grunnskólar verða opnir í fyrramálið en aðeins með lágmarksmönnun […]