Hönnunarsamkeppni um merki skólans

Í vetur var efnt til hönnunarsamkeppni um merki fyrir nýjan skóla í samvinnu við Berglindi kennara í fjölgreinastofu. Nemendur sendu inn tillögur sem síðar var valið úr og loks fengum við auglýsingastofan Pipar/TBWA til að aðstoða við lokútfærslu. Það er gaman að segja frá því að merki Kóraskóla er hannað af Þórhildi G. Hróbjartsdóttur Jen nemanda í 8. bekk í Kóraskóla. Við óskum henni innilega til hamingju með skólamerki Kóraskóla.

Posted in Fréttaflokkur.