Kóró Detectives fékk Kópinn

Kópurinn, viðurkenning menntaráðs Kópavogs fyrir framúrskarandi grunnskóla- og frístundastarf í Kópavogi, var veittur við hátíðlega athöfn í Salnum miðvikudaginn 15. maí. Það er gaman að segja frá því að kennarateymi 9. bekkjar þær Birta, Elín Hulda, Elsa, Hrafnhildur, Inga Dís og Tanja hlutu viðurkenningu fyrir verkefni sitt Kóró Detectives. Viðfangsefnið verkefnisins var ráðgátur frá ýmsum sjónarhornum. Um var að ræða fjölþætt verkefni með áherslu á samþættingu námsgreina, leiðsagnarnám og verkefnamiðað nám. Þemað byggir á skylduverkefnum og valverkefnum, ýmist einstaklingsverkefni eða sem hópverkefni þar sem nemendur höfðu ákveðinn tímaramma.

Einnig hlaut verkefni 8. bekkjar Laxmotion tilnefningu, sem byggir á samþættingu íslensku, sköpunar og leiða um fjölbreytt verkefnaskil.

Það er óhætt að segja að í Kóraskóla er fjölbreytt og áhugavert skólastarf og framtíðin því björt. Innilega til hamingju kennarateymi 9. bekkjar. Hér má lesa meira um Kópinn.

Posted in Fréttaflokkur and tagged , , .